Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Krefjandi aðstæður munu hjálpa liðinu - „Þurfum að spila okkar besta leik“
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðinu, segir markmiðið með vináttulandsleikjunum tveimur gegn Bandaríkjunum er að takast á við krefjandi aðstæður og ná að bæta liðið, en fyrri leikurinn fer fram í Austin í Texas-ríki í kvöld.

Ísland mætir Bandaríkjunum tvisvar á nokkrum dögum, en bandaríska liðið er talið það besta í heiminum í dag.

Fyrri leikurinn er spilaður klukkan 23:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Símanum, en síðari leikurinn er á sunnudagskvöld.

„Bara vel. Hörku andstæðingur og frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessum verkefni, en spennandi að takast á við þær og krefjandi verkefni fyrir okkur.“

„Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og þurfa að takast á við krefjandi aðstæður, þannig allir leikir séu krefjandi fyrir okkur. Það hjálpar okkur að verða betri og að takast á við hluti sem eru erfiðir og andstæðingurinn er góður. Við þurfum alltaf að vera spila okkar besta og spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennskan þarf að vera góð á morgun til að við náum í góð úrslit.“

„Þetta er til að þróa liðið áfram. Þjóðadeildin kemur á undan EM og hún er mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur og verða betri, það er markmiðið með þessu er að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri,“
sagði Þorsteinn enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner