Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne líklega á sínu síðasta tímabili á Englandi
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri segir að MLS-deildin í Norður-Ameríku sé farin að kalla verulega á miðjumanninn Kevin de Bruyne.

De Bruyne er með samning við Englandsmeistara Manchester City sem rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Tavolieri segir að ólíklegt sé að De Bruyne endurnýi samning sinn þar sem hann sé orðinn þreyttur á ákefðinni í enska boltanum.

Það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu en hann hefur lítinn áhuga á því að flytja með fjölskyldu sína þangað. Hann vill fá að upplifa það að búa í Bandaríkjunum og þar er verkefni sem gæti verið heillandi fyrir hann.

San Diego er að byrja með nýtt félag sem hefur leik á næsta ári og það félag er sagt tilbúið að jafna þau laun sem De Bruyne er með hjá Manchester City.

Það er spurning hvort belgíski miðjumaðurinn sé að spila sitt síðasta tímabil á Englandi en það kemur eflaust fljótlega í ljós.
Athugasemdir
banner