Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert Elís kominn til KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er búið að staðfesta félagaskipti Róberts Elísar Hlynssonar til félagsins frá ÍR.

Róbert Elís, sem er fæddur 2007, skrifar undir þriggja ára samning við Vesturbæinga. Hann á þrettán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Róbert er uppalinn hjá ÍR og var mikilvægur hlekkur í liði Breiðhyltinga í sumar, þar sem hann lék 22 leiki í Lengjudeildinni og 2 í Mjólkurbikarnum.

Hann kemur úr mikilli ÍR-fjölskyldu þar sem eldri bróðir hans Óliver Elís leikur fyrir ÍR og þá er faðir þeirra í aðalstjórn félagsins, móðirin í miðasölunni og yngri systirin er boltasækir.

FH, Valur og ÍA eru meðal félaga sem hafa sýnt Róberti áhuga á árinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner