Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 17:12
Elvar Geir Magnússon
Ljóst hverjir verða í banni í lokaumferðinni
Kristinn Freyr verður í banni.
Kristinn Freyr verður í banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór byrjar næsta tímabil í banni.
Jón Þór byrjar næsta tímabil í banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður enginn leikmaður í banni í úrslitaleik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn en þetta var staðfest á fundi aganefndar í dag. Hinsvegar verður Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í stúkunni eins og mikið hefur verið fjallað um.

Hann er ekki eini þjálfarinn sem tekur út bann í lokaumferðinni. Jón Þór Hauksson fékk rautt spjald í látunum eftir leik ÍA gegn Víkings og verður í banni gegn Val á laugardag. Þar sem þetta er annað rauða spjald Jóns á tímabilinu fær hann tveggja leikja bann og verður því í banni í fyrstu umferðinni á næsta tímabili.

   22.10.2024 14:30
Hafi líklega ekki skipt neinu máli að nafnið var hvergi á listanum

   20.10.2024 22:33
Sparkað í hurð dómaraklefans og Jón Þór fékk rautt eftir leik


Val dugir jafntefli gegn ÍA á laugardag til að tryggja sér Evrópusæti. Kristinn Freyr Sigurðsson verður ekki með Val þar sem hann hefur safnað tíu spjöldum. Bjarni Mark Antonsson verður einnig í banni.

Ef Valur tapar og Stjarnan vinnur FH þá mun Garðabæjarliðið hrifsa Evrópusætið. Böðvar Böðvarsson verður í banni hjá FH.

Vestri berst fyrir lífi sínu í deildinni en Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með liðinu gegn föllnum Fylkismönnum þar sem hann fékk rautt spjald gegn KA. Hjá Fylki verða Arnór Breki Ásþórsson, Birkir Eyþórsson og Nikulás Val Gunnarsson allir í banni.

Þá verður Haraldur Einar Ásgrímsson í banni hjá Fram þegar liðið mætir KA í þýðingarlitlum leik.

laugardagur 26. október

Besta-deild karla - Efri hluti
16:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
16:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-KA (Lambhagavöllurinn)
14:00 KR-HK (AVIS völlurinn)
14:00 Vestri-Fylkir (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 27. október

Besta-deild karla - Efri hluti
18:30 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 9 7 10 40 - 47 -7 34
2.    KR 26 8 7 11 49 - 49 0 31
3.    Fram 26 8 6 12 37 - 45 -8 30
4.    Vestri 26 6 7 13 31 - 50 -19 25
5.    HK 26 7 4 15 34 - 64 -30 25
6.    Fylkir 26 4 6 16 29 - 59 -30 18
Athugasemdir
banner