Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gula Spjaldið 
Fylkismenn þunnskipaðir í lokaumferðinni - Án síns besta manns
Ragnar Bragi ekki með um helgina.
Ragnar Bragi ekki með um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir spilar upp á stoltið á laugardag og gæti haft áhrif á hvort HK eða Vestri falli niður um deild.
Fylkir spilar upp á stoltið á laugardag og gæti haft áhrif á hvort HK eða Vestri falli niður um deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fallnir Fylkismenn fara til Ísafjarðar um helgina og mæta á laugardag Vestra í lokaumferðinni. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Vestra því með sigri tryggir liðið sér sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Ef Vestri vinnur ekki þarf liðið að treysta á að HK vinni ekki KR á sama tíma. Vestra dugar að fá jafnmörg stig og HK í lokaumferðinni til að halda sæti sínu.

Það er vatn á myllu Vestra að leikmannahópur Fylkis verður ansi þunnskipaður á laugardag. Þrír leikmenn taka út leikbann hjá Fylki í leiknum. Það eru þeir Arnór Breki Ásþórsson, Birkir Eyþórsson og Nikulás Val Gunnarsson. Sigurbergur Áki Jörundsson verður ekki með vegna meiðsla og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Benedikt Daríus Garðarsson einnig meiddur. Þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson tekur einnig út leikbanni í leiknum.

Þá verður fyrirliði liðsins, og besti maður þess, Ragnar Bragi Sveinsson, ekki með þar sem hann og unnusta hans eiga von á barni.

Frá þessu greindi Fylkismaðurinn Albert Brynjar Ingason í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.

„Slæmar fréttir fyrir HK, frábærar fréttir fyrir Vestra, Ragnar Bragi mun ekki spila þennan leik af því að Gréta er sett á þessa helgi," sagði Albert.

Ragnar og Gréta Rut Bjarnadóttir eiga von á sínu þriðja barni um komandi helgi.

laugardagur 26. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-KA (Lambhagavöllurinn)
14:00 KR-HK (AVIS völlurinn)
14:00 Vestri-Fylkir (Kerecisvöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 9 7 10 40 - 47 -7 34
2.    KR 26 8 7 11 49 - 49 0 31
3.    Fram 26 8 6 12 37 - 45 -8 30
4.    Vestri 26 6 7 13 31 - 50 -19 25
5.    HK 26 7 4 15 34 - 64 -30 25
6.    Fylkir 26 4 6 16 29 - 59 -30 18
Athugasemdir
banner
banner
banner