Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhuginn á El Clasico hlýtur að aukast aftur verulega
Real Madrid fagnar marki.
Real Madrid fagnar marki.
Mynd: EPA
Lamine Yamal hefur stigið í fótspor Lionel Messi.
Lamine Yamal hefur stigið í fótspor Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Það er risaleikur í spænsku úrvalsdeildinni núna á laugardaginn þegar erkifjendurnir í Barcelona og Real Madrid eigast við. Leikurinn fer fram á Santiago Bernabeu.

Áhuginn á El Clasico - eins og þessi viðureign kallast ávallt - hefur farið minnkandi á Íslandi síðustu árin. Þetta hefur ekki verið alveg það sama eftir að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi yfirgáfu þessi félög.

En núna má færa rök fyrir því að þetta sé aftur orðið býsna áhugavert. Liðin eru bæði á mjög skemmtilegum stað.

Barcelona hefur farið frábærlega af stað undir stjórn Þjóðverjans Hansi Flick og er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með þremur stigum meira en Madrídingar. Barcelona hefur ekki spilað eins skemmtilegan fótboltabolta í mörg ár.

Real Madrid eru ríkjandi Evrópumeistarar og eru með fáránlega vel mannað lið. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að þeir séu með tvo bestu leikmenn í heimi þessa stundina; Vinicius Junior og Kylian Mbappe.

Vinicius gegn Raphinha;
Kylian Mbappe gegn Lamine Yamal;
Jude Bellingham gegn Pedri;

Svo nú ekki sé talað um Robert Lewandowski, sóknarmann Barcelona, sem var að skora sitt 700. mark á ferlinum.

Þetta verður mjög svo áhugaverður leikur en flautað verður til leiks klukkan 19:00.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 10 9 0 1 33 10 +23 27
2 Real Madrid 10 7 3 0 21 7 +14 24
3 Atletico Madrid 10 5 5 0 16 6 +10 20
4 Villarreal 10 5 3 2 18 18 0 18
5 Athletic 10 5 2 3 17 11 +6 17
6 Mallorca 10 5 2 3 10 8 +2 17
7 Betis 10 4 3 3 10 9 +1 15
8 Osasuna 10 4 3 3 14 16 -2 15
9 Vallecano 10 3 4 3 11 10 +1 13
10 Celta 10 4 1 5 17 17 0 13
11 Real Sociedad 10 3 3 4 8 8 0 12
12 Girona 10 3 3 4 11 13 -2 12
13 Sevilla 10 3 3 4 10 15 -5 12
14 Alaves 10 3 1 6 13 18 -5 10
15 Espanyol 10 3 1 6 10 17 -7 10
16 Getafe 10 1 6 3 7 8 -1 9
17 Leganes 10 1 5 4 6 12 -6 8
18 Valladolid 10 2 2 6 8 21 -13 8
19 Las Palmas 10 1 3 6 12 19 -7 6
20 Valencia 10 1 3 6 7 16 -9 6
Athugasemdir
banner
banner
banner