Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar yfirgefur Selfoss (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tilkynnti í dag að Valdimar Jóhannsson væri að kveðja uppeldisfélagið og verður því ekki með Selfossi í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

„Valdimar er nú fluttur í Reykjanesbæ auk þess sem hann stundar nám og starfar í Reykjavík," segir í tilkynningunni.

Valdimar er fæddur árið 2001 og hefur allan sinn feril leikið með Selfossi. Fyrstu leikirnir komu árið 2018 og var hann á lokahófi félagsins í haust heiðraður fyrir 150 spilaða leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað 25 mörk og lagt upp fjölda marka.

„Mig langar til þess að koma á framfæri þökkum til þeirra þjálfara, leikmanna og stjórnarmanna sem ég hef unnið með síðustu sex ár. Þau hafa verið skemmtileg en líka krefjandi. Nú tekst ég á við nýjar áskoranir og bíð spenntur eftir því. Ég óska Selfyssingum góðs gengis um ókomna tíð, áfram Selfoss,” er haft eftir Valdimar í tilkynningu félagsins.

Ristarbrot setti strik í reikninginn hjá kanmtanninum í sumar og kom hann einungis við sögu í sjö leikjum í öllum keppnum þegar Selfoss vann 2. deildina og Fótbolti.net bikarinn.
Athugasemdir