Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Bandaríkjunum í kvöld
Icelandair
Ísland mætir Bandaríkjunum í kvöld
Ísland mætir Bandaríkjunum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik á Q2-leikvanginum í Austin í Texas-ríki í Bandaríkjunum klukkan 23:30 í kvöld.

Landsliðið spilar tvo vináttuleiki við Bandaríkin og er fyrri leikurinn spilaður í kvöld en síðari leikurinn á sunnudag.

Bandaríska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og varð meðal annars Ólympíumeistari í sumar undir stjórn Emmu Hayes, sem tók við liðinu í sumar eftir að hafa þjálfað Chelsea í tólf ár.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Símanum.

Leikur dagsins:
23:30 Bandaríkin - Ísland (Q2-leikvangurinn)
Athugasemdir
banner
banner