Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír sem gætu tekið við ef Glasner missir vinnuna
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Glasner hefur fjóra leiki til að bjarga starfi sínu hjá Crystal Palace eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Glasner kom með miklum hvelli inn hjá Palace á síðustu leiktíð. Liðið var það heitasta í ensku úrvalsdeildinni undir lok síðasta tímabils.

Núna hins vegar, þá hangir starf Glasner á bláþræði. Hann er einn af líklegustu stjórunum í ensku deildinni til að missa starf sitt en liðið hefur ekki enn unnið leik í ensku úrvalsdeildinni.

Guardian segir Glasner hafa fjóra leiki til að bjarga starfinu sínu og nefnir þrjá stjóra sem gætu tekið við starfinu ef hann verður rekinn.

Stjórarnir sem eru nefndir eru David Moyes, Gareth Southgate og Graham Potter. Þeir eru allir atvinnulausir þessa stundina; Moyes stýrði síðast West Ham, Southgate var landsliðsþjálfari Englands og Potter var síðast stjóri Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner