Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 13:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Björn Steinar kemur í stað Barkar sem formaður Vals
Börkur Edvardsson er hættur sem formaður Vals.
Börkur Edvardsson er hættur sem formaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Erna er í stjórninni.
Málfríður Erna er í stjórninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur kaus nýjan formann í vikunni en Börkur Edvardsson er hættur formennsku eftir að hafa verið í fjöldamörg ár í formannsstólnum.

Vísir greinir frá því að í stað Barkar var Björn Steinar Jónsson kjörinn nýr formaður. Björn Steinar, sem er 39 ára gamall, kom nýr inn í stjórnina á haustfundi fyrir ári síðan og hefur gegnt stöðu varaformanns.

Björn er þekktur úr atvinnulífinu og stofnaði ásamt fleirum saltframleiðslufyrirtækið Saltverk og er einnig meðeigandi veitingastaðarins Skál! Þá lék hann upp yngri flokka Vals sem markvörður.

Stjórn knattspyrnudeildar Vals:
Björn Steinar Jónsson, formaður
Breki Logason
Styrmir Þór Bragason
Kristinn Ingi Lárusson
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Ólafur Thors
Erna Erlendsdóttir

Varafólk:
Hilmar Hilmarsson
Baldur Bragason
Baldur Þórólfsson
Hugrún Sigurðardóttir
Ingólfur Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner