Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar mætti Milos - Laporte tryggði dýrmætan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Al Wasl
Það var nóg um að vera í asísku Meistaradeildinni í dag þar sem Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa gegn Al-Wasl.

Aron Einar spilaði fyrstu 85 mínúturnar í 1-2 tapi gegn lærisveinum Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings R. og Breiðabliks.

Isaac Success, fyrrum leikmaður Watford og nígeríska landsliðsins, kom inn af bekknum á 78. mínútu til að skora sigurmarkið fyrir Al-Wasl, sem var 1-0 undir þegar skiptingin átti sér stað.

Al-Wasl er í flottri stöðu í deildakeppni Meistaradeildarinnar, með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Olíuríku félögin frá Sádi-Arabíu og Katar verma fjögur efstu sætin og kemur Al-Wasl á eftir þeim í fimmta sætinu. Al-Gharafa situr eftir í sjöunda sæti, með þrjú stig.

Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte lék þá allan leikinn og skoraði eina markið er Al-Nassr heimsótti Esteghlal FC til Íran í deildakeppni Meistaradeildar Asíu.

Laporte skoraði markið á 81. mínútu eftir að Al-Nassr hafði verið talsvert sterkari aðilinn allan leikinn án þess að takast að skora.

Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Otávio, Marcelo Brozovic og Mohamed Simakan voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Nassr í sigrinum og þá komu Wesley og Anderson Talisca inn af bekknum.

Stefano Pioli er við stjórnvölinn hjá félaginu og er liðið komið með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Meistaradeildinni.

Al-Gharafa 1 - 2 Al-Wasl
1-0 Ferjani Sassi ('44)
1-1 Fabio Lima ('84, víti)
1-2 Isaac Success ('92)

Esteghlal 0 - 1 Al-Nassr
0-1 Aymeric Laporte ('81)
Athugasemdir
banner
banner