Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 08:15
Elvar Geir Magnússon
Ferguson orðinn atvinnulaus
Duncan Ferguson.
Duncan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Skotinn Duncan Ferguson hefur látið af störfum sem stjóri Inverness Caledonian Thistle í skosku C-deildinni eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Félagið á í alvarlegum fjárhagsvandræðum og 15 stig voru dregin af liðinu eftir að það fór í greiðslustöðvun.

Liðið er því með -3 stig og tólf stigum frá öruggu sæti. Það er nokkuð ljóst að Inverness mun spila í D-deildinni á næsta tímabili, aðeins átta árum eftir að hafa verið í efstu deild.

Liðið mun byrja næsta tímabil með -5 stig.

Hinn 52 ára gamli Ferguson var lengi í þjálfarateymi Everton og tók tvisvar við stjórn liðsins til bráðabirgða, auk þess að vera aðstoðarstjóri. Hann er goðsögn hjá Everton eftir að hafa átt þar farsælan feril sem leikmaður.
Athugasemdir
banner