Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist nú þegar vera hjá einu besta félagi heims
Thomas Frank hér fyrir miðju.
Thomas Frank hér fyrir miðju.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, segist ekki skilja af hverju hann eigi að yfirgefa félagið.

Frank, sem er frá Danmörku, var mikið orðaður við Chelsea og Manchester United síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Brentford. Hann hefur verið stjóri Brentford frá 2018 og líður vel þar.

„Hver veit hvað gerist í framtíðinni en ég er hjá einu besta félagi heims. Punktur. Þegar við skoðum stefnu, leiðtoga, kúltúr og allt. Af hverju ætti ég að vilja fara?" sagði Frank.

„Ef ég fengi tilboð frá stærra félagi og ákveð að fara, þá held ég að lífið yrði ekki miklu betra. Kannski er það áskorun sem ég þarf en ég er ekki að hugsa mikið um það."

„Ég er mjög ánægður hérna."
Athugasemdir