Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Durán skipti um gír þegar hann tók eftir skiptingunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Unai Emery, þjálfari Aston Villa, var hress eftir 2-0 sigur gegn Bologna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Aston Villa hefur farið frábærlega af stað í Meistaradeildinni þar sem liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar, án þess að vera búið að fá stakt mark á sig.

„Við erum að spila verulega vel í þessari keppni, við erum að spila mjög ábyrgan og þroskaðan fótbolta. Við áttum í erfiðleikum fyrstu 15 mínúturnar en brugðumst vel við og skópum mikilvægan sigur," sagði Emery.

„Það er alltaf erfitt að spila leiki í Evrópukeppni en við stóðum okkur vel í dag."

Staðan var markalaus í leikhlé og var Emery spurður út í ákvörðun sína að skipta Amadou Onana af velli fyrir Ross Barkley í hálfleik.

„Hann fann fyrir sársauka og svo var þetta líka taktísk skipting. Við viljum ekki taka neinar áhættur með hann."

Kólumbíska ungstirnið Jhon Durán fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mark á 64. mínútu en var skipt af velli skömmu síðar. Hann var ekki sérlega sáttur með skiptinguna og brást við með því að berja í sæti á varamannabekknum og ganga beint til búningsklefa.

„Hann vildi vera áfram á vellinum til að skora fleiri mörk. Hann stóð sig vel en Watkins átti að spila síðasta hluta leiksins.

„Þegar hann (Jhon Durán) tók eftir því að við ætluðum að skipta honum útaf skipti hann um gír og skoraði mark. Það var magnað.

„Framherjarnir eru báðir að gera virkilega góða hluti."

Athugasemdir
banner
banner