Í ljós kom í gærkvöldi að Valur hefði eytt út færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem tilkynnt var um sölu á leikmnanni félagsins. Sagt var að Fanney Inga Birkisdóttir hefði verið seld til sænska félagsins Häcken.
Valur og Häcken eru búin að ná saman sín á milli en færslan var sett inn of snemma þar sem Fanney á sjálf eftir að fara í læknisskoðun og ná samkomulagi við sænska félagið. Björn Steinar Jónsson, nýr formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði við Vísi að tilkynningin hefði ekki átt að birtast strax.
Valur og Häcken eru búin að ná saman sín á milli en færslan var sett inn of snemma þar sem Fanney á sjálf eftir að fara í læknisskoðun og ná samkomulagi við sænska félagið. Björn Steinar Jónsson, nýr formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði við Vísi að tilkynningin hefði ekki átt að birtast strax.
Björn Steinar sagði við Fótbolta.net að málið hefði tafist aðeins, m.a. vegna þess að Fanney væri í landsliðsverkefni. Hann á von á því að allt verði frágengið á næstu dögum.
Framundan hjá Fanneyju eru vináttulandsleikir gegn Bandaríkjunum í Bandaríkjunum. Leikirnir fara fram annað kvöld og svo á sunnudagskvöld. Fanney hefur varið mark Íslands í síðustu leikjum. Hún er 19 ára og á að baki sjö A-landsleiki.
Athugasemdir