Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði 700. markið á ferlinum
Mynd: EPA
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski skoraði 700. mark ferilsins er Barcelona vann Bayern München, 4-1, á Nou Camp í kvöld.

Lewandowski, sem er 36 ára gamall, gerði annað mark Börsunga gegn gömlu félögunum.

Framherjinn spilaði í Póllandi fyrstu ár ferilsins og hélt hann ekki í topp fimm deild fyrr en hann var 22 ára.

Þá samdi hann við Borussia Dortmund en ferillinn hans hefði getað tekið allt aðra átt ef það hefði ekki verið fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010.

Hann átti þá að fara til Bretlandseyja og semja við Blackburn Rovers, en þar sem öll flugumferð lamaðist varð ekkert af skiptunum. Hann hélt í staðinn til Borussia Dortmund.

Lewandowski hefur raðað inn mörkum síðan og er talinn einn af bestu framherjum allra tíma.

700. mark hans kom í kvöld, en þegar miðað er við mörk þeirra allra bestu er yfirleitt aðeins átt við efstu deildar fótbolta. Þar sem hann lék í neðri deildunum fyrstu árin eru þau mörk ekki talin hjá IFFHS (Alþjóðasambandi sögu og tölfræði).

Engu að síður frábært afrek hjá Lewandowski sem er langmarkahæsti leikmaður Barcelona á þessu tímabili með 15 mörk í 13 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner