Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Fór fram úr Neymar og jafnaði Drogba
Erling Haaland er kominn með 44 mörk í Meistaradeildinni
Erling Haaland er kominn með 44 mörk í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland er nú 16. markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu, en hann skoraði tvö mörk er Manchester City vann Spörtu Prag, 5-0, í gær.

Haaland færir sig hratt up listann í Meistaradeildinni og aðeins tímaspursmál hvenær hann kemst á topp tíu.

Hann skoraði eitt stórkostlegt mark með hælnum í gær og annað með laglegri afgreiðslu í síðari hálfleiknum og er hann nú kominn með 44 mörk í aðeins 42 leikjum.

Framherjinn er nú kominn fram úr brasilíska leikmanninum Neymar sem skoraði 43 mörk með Barcelona og Paris Saint-Germain. Þá tókst Haaland að jafna Didier Drogba, sem skoraði 44 mörk með Chelsea og Galatasaray.

Haaland þarf aðeins fimm mörk til að komast á topp tíu en hann verður líklega kominn þangað áður en tímabilinu lýkur í vor.
Athugasemdir
banner