Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru nú þegar með besta leikmann heims í sínum röðum
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jamie Carragher segir að Real Madrid sé með besta leikmann heims í sínum röðum. Hann telur að félagið hafi haldið að það hafi verið að fá besta leikmann í heimi til sín í sumar, en það sé ekki rétt. Hann hafi þegar verið hjá félaginu.

Leikmaðurinn sem Carragher á við er Brasilíumaðurinn Vinicius Junior.

Vinicius hefur verið stórkostlegur fyrir Real Madrid en hann gerði þrennu í vikunni þegar Madrídingar unnu magnaðan endurkomusigur gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.

„Real Madrid hélt að þeir væru að semja við besta leikmann í heimi í sumar þegar Mbappe kom, en þeir voru nú þegar með besta leikmann í heimi í sínum röðum," sagði Carragher.

„Njóttu þess að vinna Ballon d'Or, Vinicius."

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta leikmanni heims ár hvert en líklegt er að Vinicius vinni þau í ár.
Athugasemdir
banner
banner