Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Reiddist út í blaðamann - „Sæktu þér þjálfararéttindi og sjáðu hvort þú getir gert betur“
Max Eberl
Max Eberl
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, brást reiður við er blaðamaður gagnrýndi varnarleik liðsins eftir 4-1 tapið gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

Börsungar sundurspiluðu Bayern á Nou Camp þar sem Raphinha gerði þrennu og Robert Lewandowski eitt mark.

Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Dayot Upamecano átti sérstaklega slakan leik og einnig Raphael Guerreiro, sem þurfti að eiga við Raphinha allan leikinn. Öldungurinn í liðinu, Manuel Neuer, leit þá ekkert allt of vel út í marki þýska liðsins.

Blaðamenn bæði gagnrýndu og leituðu eftir svörum hjá Eberl varðandi varnarleikinn, sem brást ókvæða við.

„Náðu þér í þjálfararéttindi og sjáðu hvort þú getir gert betur. Það er svo auðvelt að kenna vörninni um þegar við fáum á okkur mörk, en það er nú nákvæmlega þannig sem það er. Þið viljið sundra okkur en við munum ekki leyfa það,“ sagði Eberl.
Athugasemdir
banner
banner
banner