Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 07:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur rætt við Xavi
Powerade
Verður Xavi næsti stjóri Manchester United?
Verður Xavi næsti stjóri Manchester United?
Mynd: EPA
Pedro Porro.
Pedro Porro.
Mynd: EPA
Möguleg stjóraskipti hjá Manchester United, Crystal Palace og West Ham er meðal þess sem fjallað er um í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr miðlunum.

Xavi, fyrrverandi stjóri Barcelona, hefur átt í viðræðum við Manchester United um möguleikann á að taka við stjórnartaumunum af Erik ten Hag. (Mail)

Sevilla hefur áhuga á að fá Archie Gray (18), enskan bakvörð Tottenham, á láni. (Mucho Deporte)

Chelsea hefur sagt enska varnarmanninum Josh Acheampong (18) að hann muni ekki spila aftur í búningi félagsins fyrr en ahnn skrifar undir nýjan samning. (Athletic)

Tottenham hefur sett 80 milljóna punda verðmiða á spænska hægri bakvörðinn Pedro Porro (25) sem Manchester City hefur fylgst með. (Football Insider)

Manchester United, Liverpool og Real Madrid eru að fylgjast með franska varnarmanninum Castello Lukeba (21) hjá RB Leipzig. (RMC Sport)

Brighton og Arsenal hafa áhuga á Oliwier Zych (21), pólskum markverði Aston Villa. (Telegraph)

Jack Wilshere (32) er að fara inn í þjálfarateymi Norwich en hann hefur verið U18 þjálfari hjá Arsenal. (Standard)

Graham Potter, David Moyes og Gareth Southgate eru orðaðir við Crystal Palace en staða Oliver Glasner er talin óörugg. (Guardian)

Edin Terzic, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, gæti tekið við West Ham ef Hamrarnir reka Julen Lopetegui. (Florian Plettenberg)

Dortmund vill fá vinstri bakvörð í janúar og er með Ben Chilwell (27), enskan landsliðsmann Chelsea, og Milos Kerkez (20), ungverskan landsliðsmann Bournemouth, á blaði. (Teamtalk)

Bestu leikmenn Evrópu gætu neitað að taka þátt í auglýsingum fyrir nýlega stækkað HM félagsliða. Óánægja er með sífellt meira leikjaálag. (Times)

Friedkin fjölskyldan mun væntanlega taka yfir Everton í desember. (i)
Athugasemdir
banner