Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 12:47
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Vil stuðningsmönnum Man Utd það besta
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að samband sitt við stuðningsmenn Manchester United hafi verið gott þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Mourinho stýrir nú Fenerbahce sem tekur á móti Manchester United í Evrópudeildinni á morgun.

Á fréttamannnafundi í dag var Mourinho spurður út í vandamál Manchester United en liðið hefur farið mjög illa af stað á yfirstandandi tímabili.

„Í hreinskilni sagt þá eyði ég ekki mínútu í að hugsa um það. Ég hef óskað Manchester United alls hins besta síðan ég yfirgaf félagið. Ég hef gott samband við stuðningsmenn og ég vil þeim allt það besta," segir Mourinho.

„Þeir eru með betri lið en úrslitin hafa sýnt. Kannski haldið þið að ég sé að spila einhverja leiki en ég hef rýnt eins og ég get í liðið og horft á alla leiki. Manchester United mun ná vopnum sínum aftur og vonandi áður en ég sný aftur í enska boltann og þeir verða andstæðingar mínir. Núna eru þeir bara andstæðingar mínir í einum leik."
Athugasemdir
banner