Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég hef aldrei verið eins reiður
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, segist aldrei hafa verið eins reiður og þegar John Stones og Kyle Walker komu til baka meiddir úr landsliðsverkefni á síðasta tímabili.

Stones sagði nýverið í viðtali að starfsfólk hjá City verði reitt og pirrað þegar menn komu hnjaskaðir til baka úr landsliðsverkefnum.

Hinn 34 ára gamli Walker missti af síðasta leik vegna meiðsla sem hann hlaut í landsliðsverkefni en Guardiola vildi lítið tjá sig um það. Þegar hann var svo spurður frekar út í ummæli Stones, þá viðurkenndi hann að hafa verið bálreiður á síðustu leiktíð þegar Stones og Walker meiddust báðir í mars í vináttulandsleik með Englandi.

„Ég hef aldrei verið eins reiður og á því augnabliki," sagði Guardiola.

„Aldrei verið eins vonsvikinn. Þeir voru að spila vináttulandsleik en á meðan vorum við í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid og að berjast um sigur í deildinni."

„Að tveir leikmenn komi meiddir úr vináttulandsleik, ég var ekki sáttur við það."

Guardiola minntist á það við blaðamenn í dag að það eigi að bera virðingu fyrir félögum því þau borgi laun leikmanna."
Athugasemdir
banner