Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Tíu breytingar frá úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Dortmund
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem Arsenal, Aston Villa, Girona, Juventus, PSG og Real Madrid eiga öll heimaleiki - auk Sturm Graz. Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal teflir fram sóknarsinnuðu byrjunarliði gegn Shakhtar Donetsk þar sem Gabriel Jesus, Kai Havertz, Leandro Trossard og Gabriel Martinelli byrja allir inná.

Arsenal er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar og þarf sigur til að halda sér í toppbaráttunni í deildarkeppninni.

Aston Villa mætir þá til leiks með sterkt byrjunarlið gegn Bologna en Ollie Watkins fær smá hvíld. Watkins byrjar á bekknum og tekur Kólumbíumaðurinn ungi Jhon Durán stöðu hans í fremstu víglínu.

Donny van de Beek er í byrjunarliði Girona sem tekur ám óti Slovan Bratislava á meðan Dusan Vlahovic og Serhou Guirassy leiða sóknarlínurnar í spennandi slag á milli Juventus og Stuttgart.

Paris Saint-Germain spilar svo við PSV Eindhoven á meðan Real Madrid tekur á móti Borussia Dortmund.

Real og Dortmund mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og því ríkir mikil eftirvænting fyrir leik kvöldsins.

Carlo Ancelotti gerir fjórar breytingar frá úrslitaleiknum í byrjun sumars, þar sem Kylian Mbappé, Eder Militao, Lucas Vazquez og Luka Modric koma inn í byrjunarliðið.

Nuri Sahin gerir sex breytingar á liði Dortmund sem Edin Terzic stýrði í úrslitaleiknum í byrjun sumars, þar sem Serhou Guirassy, Donyell Malen, Jamie Bynoe-Gittens, Felix Nmecha, Niklas Süle og Ramy Bensebaini koma inn í byrjunarliðið.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Calafiori, Martinelli, Rice, Partey, Trossard, Havertz, Jesus



Aston Villa: Martinez, Konsa, Carlos, Torres, Maatsen, Onana, Tielemans, McGinn, Rogers, Bailey, Duran

Bologna: Skorupski, Posch, Beukema, Lucumi, Lykogiannis, Fabbian, Freuler, Urbanski, Orsolini, Ndoye, Dallinga



Girona: Gazzaniga, Frances, Juanpe, Krejci, Gutierrez, Martinez, Herrera, Martin, Van de Beek, Danjuma, Stuani



Juventus: Perin, Savona, Kalulu, Danilo, Cabal, Fagioli, Luiz, McKennie, Conceicao, Yildiz, Vlahovic

Stuttgart: Nubel, Vagnoman, Rouault, Chabot, Mittelstadt, Karazor, Stiller, Milot, Leweling, Undav, Demirovic



PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes, Zaire-Emery, Neves, Ruiz, Dembele, Barcola, Lee

PSV: Benitez, Mauro Junior, Flamingo, Boscagli, Dams, Til, Tillman, Saibari, Bakayoko, Lang, De Jong



Real Madrid: Courtois, Vazquez, Militao, Rudiger, Mendy, Modric, Valverde, Bellingham, Rodrygo, Vinicius, Mbappe

Dortmund: Kobel, Ryerson, Sule, Schlotterbeck, Bensebaini, Nmecha, Sabitzer, Brandt, Gittens, Malen, Guirassy
Athugasemdir
banner
banner