Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neuer ráðlagt að leggja hanskana á hilluna
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefur lagt það til að þýski markvörðurinn Manuel Neuer muni leggja hanskana á hilluna.

Neuer átti erfiðan dag á skrifstofunni í gær þegar Bayern tapaði 4-1 gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Neuer er talinn einn besti markvörður sinnar kynslóðar, jafnvel allra tíma, en hann er orðinn 38 ára gamall og ekki er langt síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi.

„Þegar markverðir ná ákveðnum aldri, þá þurfa þeir að hafa hugrekkið til að hætta," sagði Capello á Sky Sports.

Þýska goðsögnin Lothar Mattaus hefur tekið í sama streng. „Ég vil Manuel ekkert illt, en hann er ekki sá stuðningur fyrir liðið sem hann var áður. Manuel Neuer er ekki Manuel Neuer í augnblikinu," sagði Matthaus við Bild.
Athugasemdir
banner
banner