Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfoss kveður Gary formlega - Sanchez ekki áfram
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Adrian Sanchez vann Fótbolti.net bikarinn.
Adrian Sanchez vann Fótbolti.net bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tilkynnti í dag að samningar tveggja leikmanna við félagið væru að renna út og þeir væru á förum frá félaginu.

Annar leikmaðurinn er Gary Martin en hann greindi sjálfur frá því fyrr í haust að hann væri að spila lokaleiki sína á Íslandi, en lokaði þó ekki á að koma aftur ef hann fengi símtalið. Hann vr samningsbundinn Selfossi en lék á láni með Víkingi Ólafsvík í sumar.

Gary gekk í raðir Selfoss fyrir sumarið 2021. Hann lék 77 leiki fyrir félagið og skoraði 35 mörk.

Hinn leikmaðurinn er Spánverjinn Adian Sanchez. Sanhcez er spænskur varnarmaður, þrítugur, og var í stóru hlutverki á tímabilinu. Hann hjálpaði liðinu að vinna 2. deildina og Fótbolti.net bikarinn.

„Adrian spilaði stóran þátt í velgengni sumarsins en hann lék 23 leiki í öllum keppnum. Adrian kom til liðsins fyrir tímabilið 2023 og samtals lék hann 51 leik fyrir félagið og gerði í þeim sjö mörk.," segir í tilkynningu Selfoss.

„Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru."
Athugasemdir
banner
banner