Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vona að Rodrygo nái El Clásico eftir meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Rodrygo Goes er í mikilvægu hlutverki í stjörnum prýddu liði Real Madrid.

Hann var í byrjunarliðinu á heimavelli gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi og spilaði 85 mínútur, þar til hann þurfti að fara meiddur af velli.

Rodrygo meiddist á nára og kemur í ljós í dag hvort meiðslin séu alvarleg.

Þjálfarateymi Real Madrid vonast til að fá Rodrygo aftur fyrir helgina þegar Spánarmeistararnir taka á móti Barcelona í eftirvæntum toppslag.

Það verður að koma í ljós hvort Rodrygo geti tekið þátt í El Clásico á laugardaginn.

Rodrygo hefur skorað eitt og lagt upp eitt í síðustu tveimur innbyrðisviðureignum gegn Barca.
Athugasemdir
banner