Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fanney fékk höfuðhögg á æfingu - Verður ekki með í kvöld
Icelandair
Fanney Inga Birkisdóttir
Fanney Inga Birkisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir verður ekki með A-landsliðinu í kvöld er það mætir Bandaríkjunum í vináttulleik í Austin í Texas en þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, í viðtali við KSÍ í gær.

Fanney, sem átti flott tímabil með Val í sumar, fékk smávægilegt höfuðhögg á æfingu liðsins á þriðjudag og því ekki leikfær fyrir fyrri leikinn.

Hún hefur átt fast sæti í marki A-landsliðsins síðasta árið og spilað alls sjö leiki.

„Fanney verður ekki með. Hún fékk smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár en að öðru leyti eru þær allar klárar,“ sagði Þorsteinn við KSÍ.

Hann gerir þá ráð fyrir því að breyta liðinu mikið á milli leikja.

„Ég rótera töluvert mikið og það verða töluverðar breytingar á milli leikja. Eins og ég sagði fyrir verkefni þá munu leikmenn fá fleiri mínútur sem hafa kannski verið að spila minna,“ sagði hann í lokin.

Ísland mætir síðan Bandaríkjunum í síðari leiknum á sunnudag
Athugasemdir
banner