Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukeba bindur enda á sögusagnir með nýjum samningi
Lukeba hefur varla misst af leik síðan hann gekk til liðs við Leipzig.
Lukeba hefur varla misst af leik síðan hann gekk til liðs við Leipzig.
Mynd: EPA
Castello Lukeba er að ganga frá nýjum samningi við RB Leipzig sem mun gilda í tæp fimm ár, eða út júní 2029.

Leipzig bauð Lukeba nýjan samning í ljósi mikils áhuga á honum frá Real Madrid og félögum úr ensku úrvalsdeildinni.

Lukeba er 21 árs gamall miðvörður sem var mikilvægur hlekkur í liði Lyon áður en Leipzig keypti hann fyrir rúmlega 30 milljónir evra í fyrrasumar.

Lukeba átti frábært fyrsta tímabil í Þýskalandi og hefur vakið verðskuldaða athygli á sér, auk þess að vera búinn að spila fyrsta A-landsleik sinn fyrir Frakkland eftir að hafa verið algjör lykilmaður fyrir U21 landsliðið og U23 liðið sem hreppti silfurverðlaun á Ólympíuleikunum á heimavelli.

Núverandi samningur Lukeba gildir til 2028 en hann fær verulega launahækkun með því að skrifa undir nýjan samning til 2029.
Athugasemdir
banner