Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar ætla selja sína miða í dag - „Þurfum að meta þetta eftir raddstyrk"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Blika.
Stuðningsmenn Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fær 250 miða til að selja á úrslitaleikinn gegn Víkingi sem fram fer á Víkingsvelli næsta sunnudag. Ljóst er að mun færri komast að en vilja.

Fótbolti.net ræddi við formann knattspyrnudeildar, Flosa Eiríksson, um miðasöluna.

„Okkur finnst ekkert, þetta eru bara reglurnar, það sem var ákveðið og þá er það svoleiðis."

„Það er alveg ljóst að við hefðum getað komið miklu fleiri miðum út og auðvitað hefði verið gaman ef það væri hægt að koma fleirum. En svona er þetta. Miðasalan okkar mun fara fram í dag,"
segir Flosi.

Hann segir að það ljóst verði að það verði einhverjir í forgangi.

„Það eru aðstandendur leikmanna og lykilsjálfboðaliðar. Og svo þeir sem verða háværir á vellinum, við þurfum aðeins að meta þetta eftir raddstyrk líka," sagði Flosi á léttu nótunum.

Fáið þið 250 miða í stúkuna?

„Ég veit það ekki, er ekki viss um það. Þeir eru að koma fyrir viðbótaraðstöðu og ég geri mér ekki grein fyrir hvar við verðum sett. Vonandi verður það þannig að við sjáum á völlinn," sagði formaðurinn.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:30 á sunnudag og er ljóst að Víkingum nægir jafntefli til að verja Íslandsmeistaratitilinn.


Athugasemdir
banner