Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Þunnskipaður hópur hjá Man Utd á morgun
Erik ten Hag, stjóri Man Utd
Erik ten Hag, stjóri Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United hefur tilkynnt leikmannahópinn sem flaug til Tyrklands en liðið verður án tíu leikmanna í leiknum gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni á morgun.

Hollenski stjórinn Erik ten Hag er að glíma við þann hausverk að vera án margra leikmanna.

Fjórir miðjumann eru ekki leikfærir en helst er hægt að nefna hinn unga og efnilega Kobbie Mainoo og svo Mason Mount, en þeir Dan Gore og Tom Collyer eru einnig á meiðslalistanum. Fyrirliðinn Bruno Fernandes tekur þá út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik.

Í vörninni vantar Jonny Evans, sem var einn af bestu mönnum United í 2-1 sigrinum á Brentford um helgina. Hann hefur ekkert æft og var því ekki í leikmannahópi liðsins.

Harry Maguire, Tyrell Malacia, Luke Shaw og Leny Yoro eru einnig að jafna sig eftir meiðsli.

Leyfilegt er að vera með tólf leikmenn á bekknum í Meistaradeildinni en Ten Hag verður aðeins með níu, sem sýnir kannski hversu þunnskipaður hópurinn er.

United hefur ekki enn náð í sigur í Evrópudeildinni á þessu tímabili en liðið hefur gert jafntefli við Twente og Porto.
Athugasemdir
banner