Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Man Utd í Tyrklandi og Orri í Serbíu
Man Utd mætir Fenerbahce
Man Utd mætir Fenerbahce
Mynd: Getty Images
Þriðja umferðin í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í dag og í kvöld en Manchester United heimsækir Fenerbahce til Tyrklands á meðan Tottenham mætir AZ Alkmaar í Lundúnum.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland mæta St. Gilloise frá Belgíu klukkan 16:45 en á sama tíma spilar Orri Steinn Óskarsson með Real Sociedad í Serbíu, en andstæðingurinn er ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv.

Ajax, með Kristian Nökkva Hlynsson innanborðs, heimsækir Qarabag. Kristian hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og er ekki í hópnum í dag.

Manchester United, sem er enn án sigurs, fer til Tyrklands og mætir Fenerbache. Jose Mourinho, fyrrum stjóri United, er þjálfari Fenerbahce.

Tottenham mætir þá AZ Alkmaar í Lundúnum. Tottenham hefur unnið báða leiki sína í keppninni.

Leikir dagsins:
16:45 Eintracht Frankfurt - Rigas FS
16:45 Midtjylland - St. Gilloise
16:45 Ferencvaros - Nice
16:45 Maccabi Tel Aviv - Real Sociedad
16:45 PAOK - Plzen
16:45 Qarabag - Ajax
16:45 Roma - Dynamo K.
19:00 Athletic - Slavia Prag
19:00 Porto - Hoffenheim
19:00 Twente - Lazio
19:00 Fenerbahce - Man Utd
19:00 Lyon - Besiktas
19:00 Malmö - Olympiakos
19:00 Rangers - Steaua
19:00 Anderlecht - Ludogorets
19:00 Tottenham - AZ
Athugasemdir
banner
banner
banner