Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Víkingur mætir Cercle Brugge á Kópavogsvelli
Víkingar mæta Cercle Brugge í dag
Víkingar mæta Cercle Brugge í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur spilar sinn fyrsta 'heimaleik' í Sambandsdeild Evrópu í dag er liðið tekur á móti belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli.

Liðin eru að eigast við í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, en Víkingur tapaði fyrsta leik sínum gegn Omonoia frá Kýpur, 4-0.

Þar sem Laugardalsvöllur var ekki í boði fyrir Víkinga var náð saman um að liðið fengið að spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli, hjá erkifjendum þeirra í Breiðabliki.

Cercle Brugge vann 6-2 stórsigur á St. Gallen í fyrstu umferðinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:30.

Leikur dagsins:

Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
14:30 Víkingur R.-Cercle Brugge (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner