Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 20:00
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi og Matti Villa æfðu með Víkingum í dag
Sölvi sýndi gamla takta á æfingunni í dag
Sölvi sýndi gamla takta á æfingunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonast er til að Matthías verði klár í næsta Evrópuleik Víkinga
Vonast er til að Matthías verði klár í næsta Evrópuleik Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun taka Víkingar á móti liði Cercle Brugge frá Belgíu í fyrsta heimaleik sínum í Sambandsdeildinni en leikið verður á Kópavogsvelli þar sem flautað verður til leiks klukkan 14:30.

Víkingar æfðu á heimavelli sínum í Víkinni fyrr í dag þar sem Hafliði Breiðfjörð var mættur með myndavél fyrir hönd Fótbolta.net. Vakti það nokkra athygli að aðstoðarþjálfari liðsins Sölvi Geir Ottesen var með á æfingu sem og að Matthías Vilhjálmsson sem verið hefur á meiðslalistanum var mættur í æfingagallann. Arnar var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Cercle Brugge

„Sölvi kíkir á mig fyrir hverja einustu æfingu og spyr hvort það vanti ekki einhvern og hvort hann megi ekki vera með. Hann er ennþá ferskur kallinn.“

Stutt í Matta Villa
Matthías sem verður hefur á meiðslalistanum lengi í sumar var einnig mættur á völlinn líkt og fyrr segir og var Arnar bjartsýnn á að Matti eins og hann er jafnan kallaður verði mættur aftur á völlinn fljótlega.

„Ég held að það sé mjög stutt í hann. Hann er mjög einbeittur á að enda tímabilið mjög vel. Hann er einn af okkur sterkustu karakterum, leiðtogum og sigurvegurum. Við höfum saknað hans mikið í sumar og í þessum leikjum og það kæmi mér ekki á óvart ef að hann yrði klár í næsta slag sem er 7. nóvember.“

Leikur Víkinga og Cercle Brugge hefst á Kópavogsvelli klukkan 14:30 á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Athugasemdir
banner
banner