Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Bað um mark og hann gaf mér eitt
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, hafði ekki yfir neinu að kvarta eftir 1-0 sigur liðsins á Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en liðið er áfram með fullt hús stiga þegar þrjár umferðir eru búnar af deildarkeppninni.

„Við erum ótrúlega ánægðir með sigurinn. Við spiluðum erfiðan útileik gegn liði í efsta styrkleikaflokki í Leipzig. Við náðum að stjórna stærstum hluta leiksins fyrir utan kannski síðustu mínúturnar. Við þurftum á Virgil, Ibou og markverðinum okkar að halda, en ef við hefðum tapað þessu niður í jafntefli þá hefði mér liðið eins og við hefðum tapað einhverju,“ sagði Slot.

Caoimhin Kelleher stendur á milli stanganna hjá Liverpool þar sem Alisson er frá vegna meiðsla, en hann hefur núna gert vel gegn bæði Chelsea og Leipzig, þó sérstaklega í leiknum í kvöld þar sem hann þurfti nokkrum sinnum að taka á stóra sínum.

„Við erum ótrúlega heppnir. Það er mjög eðlilega að lið eins og Liverpool sé með mjög góða leikmenn í öllum stöðum. Ali var frá á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili. Það er ekki bara hann, því við vorum með marga leikmenn sem eru ekki alltaf í byrjunarliðinu sem gerðu vel í kvöld.“

Darwin Nunez nýtti tækifærið í fjarveru Diogo Jota og skoraði eina mark leiksins.

„Ég bað um mark. Hann gaf okkur eitt, en Gakpo var mikilvægur í aðdraganda marksins og Mo með stoðsendinguna. Þetta var liðsmark, en annars mjög ánægjulegt að sjá Darwin gera vel í þessum leik.“

Liverpool fær annað stórt próf næstu helgi er liðið heimsækir Arsenal á Emirates.

„Við vitum hversu erfiðir Arsenal eru og sérstaklega á þeirra heimavelli. Arteta hefur gert frábært starf á síðustu árum og þurfu við að eiga algeran toppleik til að ná í úrslit þar,“ sagði Slot í lokin.
Athugasemdir
banner
banner