Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurningar vakna hjá West Ham: Í hvað fór allur peningurinn?
Tim Steidten hér með Jean-Clair Todibo.
Tim Steidten hér með Jean-Clair Todibo.
Mynd: West Ham
Stjórn West Ham hefur vakið upp spurningar vegna starfa Tim Steidten, yfirmanns fótboltamála hjá félaginu, í sumar.

Enska úrvalsdeildarfélagið eyddi meira en 100 milljónum punda í sumar en kaupin hafa hingað til reynst algjör hörmung.

Niclas Fullkrug var til að mynda keyptur fyrir 27 milljónir punda en hann er kominn vel á aldur og er að glíma við meiðsli. Táningurinn Luis Guilherme var þá keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Brasilíu en Julen Lopetegui virðist ekki treysta honum.

West Ham situr í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig úr átta leikjum og það er pressa á stjóranum, Julen Lopetegui.

En það er líka pressa á Steidten eftir sumarglugga sem hefur engan árangur borið.

Komu í sumar:
Max Kilman frá Wolves - 40 milljónir punda
Niclas Füllkrug frá Dortmund - 27 milljónir punda
Crysencio Summerville frá Leeds - 25 milljónir punda
Luis Guilherme frá Palmeiras - 19,5 milljónir punda
Aaron Wan-Bissaka - frá Man Utd - 15 milljónir punda
Carlos Soler frá PSG - Á láni
Jean-Clair Todibo frá Nice - Á láni
Guido Rodríguez frá Real Betis - Á frjálsri sölu
Wes Foderingham frá Sheffield United - Á frjálsri sölu
Athugasemdir
banner
banner
banner