Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Panathinaikos fær Chelsea í heimsókn
Sverrir Ingi mætir Chelsea
Sverrir Ingi mætir Chelsea
Mynd: Panathinaikos
Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í dag. Íslendingalið Panathinaikos tekur á móti Chelsea í Aþenu og þá mun Andri Lucas Guðjohnsen og hans menn í Gent fá Molde í heimsókn.

Sverrir Ingi Ingason verður væntanlega í hjarta varnarinnar er Panathinaikos spilar við Chelsea.

Chelsea vann fyrsta leik sinn gegn Gent, 4-2 á meðan Panathinaikos gerði 1-1 jafntefli við Borac. Hörður Björgvin Magnússon er heill heilsu, en er ekki í Evrópuhópnum hjá gríska liðinu.

Albert Guðmundsson verður ekki með Fiorentina gegn St. Gallen, en hann tognaði í læri á dögunum og verður ekki klár fyrr en í lok nóvember.

Andri Lucas, sem lagði upp fyrir Gent í tapinu gegn Chelsea, verður væntanlega í eldlínunni er liðið tekur á móti norska stórliðinu Molde.

Guðmundur Þórarinsson og félagar í armenska liðinu Noah spila þá á móti Rapid frá Rúmeníu.

Real Betis tekur á móti FCK á Spáni. Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FCK, en aðeins spilað einn leik á þessu tímabili.

Leikir dagsins:
14:30 Vikingur R. - Cercle Brugge
16:45 APOEL - Borac BL
16:45 Djurgarden - Guimaraes
16:45 St. Gallen - Fiorentina
16:45 Hearts - Omonia
16:45 Jagiellonia - Petrocub
16:45 Gent - Molde
16:45 Larne FC - Shamrock
16:45 Celje - Istanbul Basaksehir
16:45 Panathinaikos - Chelsea
16:45 Rapid - Noah
19:00 Boleslav - Lugano
19:00 Backa Topola - Legia
19:00 HJK Helsinki - Dinamo Minsk
19:00 Olimpija - LASK Linz
19:00 Pafos FC - Heidenheim
19:00 Betis - FCK
19:00 TNS - Astana
Athugasemdir
banner