Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Carragher hrósar Höjlund
Mynd: EPA
„Hann er farinn að líta út eins og leikmaður," segir Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, um Rasmus Höjlund sóknarmann Manchester United.

Höjlund hefur átt misjafna tíma hjá United síðan hann var keyptur frá Atalanta í fyrra fyrir 72 milljónir punda. Hann hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum en ekki náð að finna stöðugleikann sem vonast var eftir.

Hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en er nú kominn í gang og skoraði sitt annað mark á tímabilinu í sigrinum gegn Brentford um helgina.

Carragher hrósar þessum 21 árs danska sóknarmanni.

„Ég var mjög hrifinn af honum gegn Porto fyrir nokkrum vikum, hann skilaði alvöru frammistöðu. Það eru hæfileikar í fremstu mönnum liðsins og Höjlund er farinn að sýna hvað í hann er spunnið," segir Carragher.
Athugasemdir
banner
banner