Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Alisson um Mamardashvili: Vissi af þessu áður en þetta kom fram á samfélagsmiðlum
Mynd: EPA
Alisson Becker, markvörður Liverpool, fagnar því að félagið sé að ganga frá kaupum á georgíska landsliðsmanninum Giorgi Mamardashvili.

Liverpool hefur átt í viðræðum við Valencia um Mamardashvili síðustu vikur og er það að ganga frá öllum lausum endum áður en það staðfestir komu hans.

Markvörðurinn verður lánaður aftur til Valencia út tímabilið, en Alisson segist ánægður með þessa ákvörðun Liverpool og að það sé farið að hugsa til framtíðar.

„Félagið þarf að undirbúa sig fyrir framtíðina. Við munum ekki endast að eilífu hér, því ég er eldast! Sem markvörður er ég frekar ungur og er með mikla orku. Ég get enn gefið félaginu margt og ég vil gefa því eins mikið og ég mögulega get, en það verður samt að undirbúa framtíðina. Þeir munu gera það og fyrir aðrar stöður sömuleiðis. Við höfum marga mikilvæga leikmenn sem eru að renna út á samningi og því þarf félagið að skipuleggja sig.“

„Mér fannst þetta góð hugmynd. Ég vissi af þessu áður en þetta kom fram á samfélagsmiðlum og það eru góð skilaboð til mín, að félaginu sé annt um hvað mér finnst. Mér finnst þetta rétt það sem þeir eru að gera,“
sagði Alisson við Telegraph.

Mamardashvili átti stórkostlegt Evrópumót með Georgíu og var valinn í úrvalslið mótsins á mörgum miðlum víðs vegar um Evrópu, en hann er aðeins 23 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner