Byrjunarlið Fram og KA hafa verið birt fyrir leik þeirra í dag. Liðin eigast við í 20. umferð Bestu deildar karla.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 2 KA
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram gerir 4 breytingar á sínu liði sem tapaði 3-1 fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Það eru Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Magnússon, Adam Örn Arnarsson og Freyr Sigurðsson sem koma inn í liðið. Orri Sigurjónsson, Kyle Mclagan, Djenairo Daniels og Gustav Dahl fá sér allir sæti á bekknum.
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir 3 breytingar á sínu liði sem gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð. Það eru Ívar Örn Árnason, Hans Viktor Guðmundsson og Viðar Örn Kjartansson sem koma inn í liðið. Harley Willard fær sér sæti á bekknum á meðan Kári Gautason er í leikbanni en Jakob Snær Árnason meiddist í síðasta leik.
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson
71. Alex Freyr Elísson
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson