Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Madueke baðst afsökunar á færslunni - „Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur“
Mynd: EPA
Noni Madueke, besti leikmaður Chelsea í 6-2 sigrinum á Wolves, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann setti á Instagram fyrir leik liðanna.

Englendingurinn skoraði þrennu í sigrinum sem var sá fyrsti í deildinni á tímabilinu.

„Þetta var fyrsta meistaraflokksþrennan. Ég hef nokkrum sinnum skorað tvö en aldrei þrennu, þannig ég er í skýjunum með hana og sigurinn. Við förum fullir sjálfstrausts inn í alla leiki og reynum að taka frumkvæðið,“ sagði Madueke.

Fyrir leikinn birti hann færslu á Instagram þar sem hann sagði allt ömurlegt við Wolverhampton.

Færslan féll ekki í kramið hjá íbúum Wolverhampton en stuðningsmenn Wolves bauluðu ítrekað á hann í leik liðanna í dag. Madueke hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu.

„Ég vil bara biðjast afsökunar á þessu. Ég ætlaði ekki að móðga neinn frá Wolverhampton eða bara almennt. Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist þetta aldrei aftur,“ sagði Madueke.
Athugasemdir
banner
banner