Íslendingalið Örebro gerði markalaust jafntefli við Halmstad í sænsku B-deildinni í kvöld en Örebro er nálægt því að tryggja sæti sitt í deildinni.
Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson spiluðu báðir allan leikinn í liði Örebro.
Örebro hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar en stigið var mikilvægt í kvöld.
Íslendingarnir eru nú í 10. sæti deildarinnar með 35 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Þetta eru þá ágætis úrslit fyrir Alex Þór Hauksson og hans menn í Öster en liðið er í 3. sæti, fimm stigum á eftir Halmstad. Öster er í umspilssæti sem stendur en á nú enn möguleika á að komast beint upp. Til þess þarf þó mikið að gerast en vonin er þó til staðar.
Athugasemdir