Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man City gegn Dortmund: Cancelo og Mahrez slakir
Joao Cancelo fær þrist frá Manchester Evening News
Joao Cancelo fær þrist frá Manchester Evening News
Mynd: EPA
Bernardo Silva var besti maður Manchester City í markalausa jafnteflinu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld en það voru tveir leikmenn sem áttu sérstaklega slakan leik.

Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo átti erfiðan fyrri hálfleik og var ekkert svakalega traustvekjandi gegn Karim Adeyemi. Hann tók mikið af slæmum ákvörðunum og var skipt af velli í hálfleik vegna meiðsla. Hann fær 3 frá Manchester Evening News.

Riyad Mahrez fær þá 4. Hann gat komið Man City yfir eftir að hann fiskaði vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en Gregor Kobel varði vítaspyrnuna frá honum.

Bernardo Silva var besti maður Man City en hann kom inná í hálfleik fyrir Erling Braut Haaland. Hann fær 8 fyrir sína frammistöðu.

Einkunnir Man City: Ortega (7), Cancelo (3), Stones (6), Dias (7), Aké (5), Rodri (5), Gündogan (6), Foden (6), Mahrez (4), Alvarez (5), Haaland (5).
Varamenn: Bernardo (8), Akanji (7), Grealish (6).
Athugasemdir
banner
banner