Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 25. október 2022 11:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 æfingahópur valinn - Flestir koma úr FH og ÍA
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, hefur valið hóp sem mun taka þátt á æfingum í byrjun nóvember.

Æfingarnar fara fram á Víkingsvelli og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir vináttuleik gegn Skotlandi 17. nóvember ytra. Á æfingunum verða aðeins leikmenn sem leika á Íslandi.

Leikurinn gegn Skotlandi er í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2025, en dregið verður í riðla eftir áramót.

Það vekur athygli að flestir leikmenn í þessum æfingahóp koma úr FH og ÍA, tveimur liðum sem hafa verið í mikilli fallbaráttu í sumar. Annað hvort þessara liða mun falla úr Bestu deildinni en það eru allar líkur á því að það verði ÍA.

Hópurinn:
Andi Hoti - Leiknir R.
Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik
Davíð Snær Jóhannsson - FH
Jóhann Ægir Arnarsson - FH
Ólafur Guðmundsson - FH
Úlfur Ágúst Björnsson - FH
Lúkas Logi Heimisson - Fjölnir
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson - Fjölnir
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
Eiður Atli Rúnarsson - HK
Ívar Orri Gissurarson - HK
Árni Marinó Einarsson - ÍA
Eyþór Aron Wöhler - ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason - ÍA
Oliver Stefánsson - ÍA
Arnar Breki Gunnarsson - ÍBV
Jón Vignir Pétursson - Selfoss
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan
Orri Hrafn Kjartansson - Valur
Ari Sigurpálsson - Víkingur R.
Baldur Hannes Stefánsson - Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner