Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 26. ágúst 2024 14:15
Elvar Geir Magnússon
Aðstoðarmaður bráðabirgðaþjálfarans stýrir Dönum í næstu leikjum
Lars Knudsen.
Lars Knudsen.
Mynd: Getty Images
Danska fótboltasambandið tilkynnti í gær að Morten Wieghorst, bráðabirgðaþjálfari danska landsliðsins, væri kominn í veikindaleyfi vegna streitu og álags.

Danir eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Kasper Hjulmand lét af störfum að loknu Evrópumótinu.

Wieghorst var ráðinn til bráðabirgða og átti að stýra danska liðinu í komandi Þjóðadeildarleikjum gegn Sviss og Serbíu.

„Þetta er óheppilegur tímapunktur en Morten þarf að hvílast og við viljum að hann jafni sig fljótt," segir Peter Möller hjá danska sambandinu.

Tilkynnt hefur verið að aðstoðarþjálfari Wieghorst, Lars Knudsen, stýri danska liðinu í komandi leikjum. Knudsen er fyrrum þjálfari yngri landsliða Danmerkur og núverandi aðstoðarþjálfari þýska liðsins Augsburg.

Daniel Agger, fyrrum landsliðsmaður Danmerkur, verður hans hægri hönd.
Athugasemdir
banner
banner