Al-Orobah í Sádi-Arabíu, félagið sem Jóhann Berg Guðmundsson skrifaði undir hjá í síðustu viku, tilkynnti um helgina um komu nýs leikmanns.
Sá heitir Cristian Tello og kemur hann frá öðru félagi í Sádi, Al-Fateh.
Sá heitir Cristian Tello og kemur hann frá öðru félagi í Sádi, Al-Fateh.
Tello er 33 ára sóknarmaður sem skoraði 15 mörk í 44 leikjum fyrir Al-Fateh. Hann er fæddur í Katalóníu og var á árunum 2011-2017 leikmaður Barcelona. Hann skoraði 20 mörk í 86 leikjum í öllum keppnum með Barca.
Hann á að baki einn landsleik fyrir Spán og þrjá fyrir lið Katalóníu.
Tello hefur einnig leikið með Porto, Fiorentina, Betis og LA FC á sínum ferli.
Jóhann Berg, sem kom frá Burnley, lék á föstudag sinn fyrsta leik með Al-Orobah þegar liðið tapaði 2-0 gegn Al Ahli. Það var leikur í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í Sádi en Al-Orobah komst upp úr 1. deildinni í vor. Næsti leikur liðsins er gegn Al Wehda á miðvikudag.
Athugasemdir