Giorgi Mamardashvili fór í læknisskoðun hjá Liverpool í dag. TalkSPORT fjallar um málið.
Markvörðurinn verður fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot kaupir til Liverpool, en sá hollenski tók við stjórnartaumunum af Jurgen Klopp í vor.
Liverpool er að kaupa Georgíumanninn af Valencia en hann mun klára tímabilið með Valencia.
Markvörðurinn verður fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot kaupir til Liverpool, en sá hollenski tók við stjórnartaumunum af Jurgen Klopp í vor.
Liverpool er að kaupa Georgíumanninn af Valencia en hann mun klára tímabilið með Valencia.
Liverpool sér Mamardashvili sem arftaka Alisson sem í sumar hafnaði tækifæri á að skrifa undir í Sádi-Arabíu.
Liverpool er sagt greiða um 30 milljónir punda fyrir Mamardashvili sem er 23 ára gamall.
Athugasemdir