Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mamardashvili í læknisskoðun hjá Liverpool
Mynd: EPA
Giorgi Mamardashvili fór í læknisskoðun hjá Liverpool í dag. TalkSPORT fjallar um málið.

Markvörðurinn verður fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot kaupir til Liverpool, en sá hollenski tók við stjórnartaumunum af Jurgen Klopp í vor.

Liverpool er að kaupa Georgíumanninn af Valencia en hann mun klára tímabilið með Valencia.

Liverpool sér Mamardashvili sem arftaka Alisson sem í sumar hafnaði tækifæri á að skrifa undir í Sádi-Arabíu.

Liverpool er sagt greiða um 30 milljónir punda fyrir Mamardashvili sem er 23 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner