Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 11:11
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ótrúlega mikil uppreist æru fyrir hann“
Nikolaj Hansen fagnar sigrinum gegn Santa Coloma.
Nikolaj Hansen fagnar sigrinum gegn Santa Coloma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Víkingur fari í Sambandsdeildina eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma frá Andorra á fimmtudaginn.

Það má segja að Víkingur hafi farið 'Krísuvíkurleiðina' eftir tap gegn Shamrock Rovers í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en þar klúðraði fyrirliðinn Nikolaj Hansen vítaspyrnu á ögurstundu í Dublin.

Á þeim tímapunkti héldu flestir að von Víkinga um að komast alla leið í deildarkeppnina væri afskaplega lítil. En allt bendir til þess að þeir verði í pottinum þegar dregið verður á föstudag.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um hversu mikill léttir það væri fyrir Hansen að vítaklúður hans skipti að öllum líkindum engu máli þegar á hólminn er komið.

„Mjög mikill léttir. Þetta er drengur sem er með áhyggjurnar oft á herðum sér. Hann ber það kannski ekki með sér en þetta er mikill tilfinningadrengur og er alls ekki sama. Hann spilar líka þannig, gefur allt í þetta. Ég held að þetta sé ótrúlega mikil uppreist æru fyrir hann," segir Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður þáttarins og stuðingsmaður Víkings.

„Hann hefur líka verið gjörsamlega frábær í síðustu leikjum á meðan liðið hefur kannski ekki verið að finna sig."

Valdimar Þór Ingimundarson fær líka hrós frá Tómasi en hann er sífellt að verða betri og betri með Víkingsliðinu.

„Ef eitthvað hefur gerst fram á við þá hafa það verið þeir tveir. Hann hefur verið algjörlega stórkostlegur upp á síðkastið. Djöfull er hann góður í fótbolta," segir Tómas.
Útvarpsþátturinn - Brotnir KR-ingar, Euro-Vikes og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner