Sergio Conceicao, stjóri AC Milan, brjálaðist út í fyrirliða sinn eftir 3-2 sigur gegn Parma í ítölsku A-deildinni í gær. Conceicao ætlaði að vaða í Davide Calabria úti á velli strax eftir leik, beint fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar.
AC Milan vann ótrúlegan endurkomusigur þar sem liðið var undir 2-1 þegar venjulegum leiktíma var lokið, en tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartímanum.
AC Milan vann ótrúlegan endurkomusigur þar sem liðið var undir 2-1 þegar venjulegum leiktíma var lokið, en tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartímanum.
Leikmenn og starfsmenn þurftu að skilja Concicao og Calabria að en báðir sögðu í viðtölum að málinu væri lokið. Ítalskir fjölmiðlar segja að Zlatan Ibrahimovic, ráðgjafi AC Milan, hefði skorist í leikinn og slökkt elda.
Á að gerast bak við luktar dyr
Fabio Capello, fyrrum stjóri AC Milan, tjáir sig um þessa uppákomu í pistli í La Gazzetta dello Sport
„Það er ekki eðlilegt að sjá þjálfara hegða sér svona, gegn einum af sínum leikmönnum fyrir framan allra augum. Auðvitað eru rifrildi í fótbolta, stundum erfið. En þau þurfa að eiga sér stað bak við luktar dyr en ekki fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar," segir Capello.
Calabria segir að deilur sínar við Concicao hafi verið byggðar á misskilningi sem nú hafi verið leystur. Hann baðst afsökunar á sínum þætti.
Tónleikar ástæðan fyrir reiði Conceicao?
Ítalskir fjölmiðlar segja að grunnurinn að reiði Conceicao hafi verið að nokkrir af hans helstu leikmönnum ákváðu að fara á tónleika á föstudagskvöld, í aðdraganda leiksins.
Sagt er að Calabria, Theo Hernandez, Ruben Loftus-Cheek og Francesco Camarda hafi farið á tónleika með tónlistarmanninum Lazza í Unipol Forum höllinni og það hafi farið í taugarnar á stjóranum.
Conceiçao e Calabria che vogliono menarsi a fine partita.
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) January 26, 2025
Veramente il Milan 2024-25 lascia senza parole#MilanParma https://t.co/4Li5uDrMIw
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 22 | 17 | 2 | 3 | 37 | 15 | +22 | 53 |
2 | Inter | 21 | 15 | 5 | 1 | 55 | 18 | +37 | 50 |
3 | Atalanta | 22 | 14 | 4 | 4 | 48 | 25 | +23 | 46 |
4 | Lazio | 22 | 12 | 3 | 7 | 38 | 30 | +8 | 39 |
5 | Juventus | 22 | 8 | 13 | 1 | 35 | 19 | +16 | 37 |
6 | Fiorentina | 21 | 10 | 6 | 5 | 35 | 22 | +13 | 36 |
7 | Milan | 21 | 9 | 7 | 5 | 32 | 23 | +9 | 34 |
8 | Bologna | 21 | 8 | 10 | 3 | 33 | 27 | +6 | 34 |
9 | Roma | 22 | 8 | 6 | 8 | 33 | 28 | +5 | 30 |
10 | Torino | 22 | 6 | 8 | 8 | 23 | 26 | -3 | 26 |
11 | Udinese | 22 | 7 | 5 | 10 | 25 | 34 | -9 | 26 |
12 | Genoa | 22 | 6 | 8 | 8 | 20 | 30 | -10 | 26 |
13 | Como | 22 | 5 | 7 | 10 | 27 | 36 | -9 | 22 |
14 | Empoli | 22 | 4 | 9 | 9 | 21 | 29 | -8 | 21 |
15 | Cagliari | 22 | 5 | 6 | 11 | 23 | 36 | -13 | 21 |
16 | Parma | 22 | 4 | 8 | 10 | 28 | 39 | -11 | 20 |
17 | Verona | 22 | 6 | 2 | 14 | 25 | 48 | -23 | 20 |
18 | Lecce | 22 | 5 | 5 | 12 | 15 | 40 | -25 | 20 |
19 | Venezia | 22 | 3 | 7 | 12 | 20 | 35 | -15 | 16 |
20 | Monza | 22 | 2 | 7 | 13 | 20 | 33 | -13 | 13 |
Athugasemdir