Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone horfir til Pique
Gerard Pique.
Gerard Pique.
Mynd: EPA
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, vill bæta miðverðinum Gerard Pique í sinn leikmannahóp í janúar.

Um þetta er fjallað í mörgum mismunandi spænskum fjölmiðlum á þessum þriðjudegi.

Pique, sem er 35 ára, er ekki byrjunarliðsmaður hjá Barcelona og það er möguleiki að félagið sé tilbúið að leyfa honum að fara til þess að losna við hann af launaskrá.

Pique hefur lengi verið hjá Barcelona en núna gæti verið kominn tími á nýja áskorun hjá honum.

Hann gæti reyndar fengið að spila eitthvað á næstu vikum þar sem bæði Jules Kounde og Ronald Araujo eru meiddir. En svo verður staðan eflaust tekin þegar glugginn opnar í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner