
Það voru mikil læti á götum Brussel eftir að Marokkó vann óvæntan sigur á Belgíu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins.
Marokkó er því komið í kjörstöðu í afar erfiðum riðli þar sem Króatía og Belgía munu mætast í úrslitaleik um hvort liðið fer upp ásamt Marokkó - nema Marokkó tapi lokaleik sínum gegn Kanada.
Það eru sterk tengsl á milli Belgíu og Marokkó þar sem mikið af innflytjendum frá Marokkó búa í Belgíu. Aðlögunarvandamál eru til staðar og þá sérstaklega þegar kemur að ungu fólki af annarri eða þriðju kynslóð innflytjenda sem líður eins og það eigi hvergi heima.
Hópur stuðningsmanna Marokkó í Brussel, höfuðborg Belgíu, ákvað að fagna sigrinum með sínum eigin hætti sem hefur ekki fallið vel í kramið á fólki í Belgíu, allra síst samfélagi innflytjenda frá Marokkó sem fordæma svona hegðun með öllu.
Þar sjást mennirnir ungu bera fána Marokkó og leggja ýmislegt í rúst á miðri götu, meðal annars bifreið.
Óeirðalögreglan var kölluð til og brutust út átök.